Sjöunda og næstsíðasta umferðin í deildarkeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld og margir leikir sem hefjast klukkan 17:45.
Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Brann mæta Elíasi Rafni Ólafssyni og hans mönnum í Midtjylland í Íslendingaslag í Noregi. Brann er í 22. sæti með 8 stig og í góðum möguleika á að komast í umspilið. Midtjylland er í öðru sæti og komið með annan fótinn í 16-liða úrslitin.
Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru báðir á meiðslalista Brann og því enginn íslenskur leikmaður með norska liðinu. Landsliðsmarkvörðurinn Elías ver mark danska liðsins að vanda.
Daníel Tristan Guðjohnsen er á bekknum hjá Malmö sem mætir Rauðu stjörnunni frá Belgrad klukkan 17:45. Malmö er í 34. sæti með aðeins eitt stig á meðan Rauða stjarnan er í 17. sæti með 10 stig.
Evrópudeildin:
17:45 Malmö - Rauða stjarnan
17:45 Fenerbahce - Aston Villa
17:45 Young Boys - Lyon
17:45 Feyenoord - Sturm
17:45 SK Brann - Midtjylland
17:45 PAOK - Betis
17:45 Bologna - Celtic
17:45 Freiburg - Maccabi Tel Aviv
17:45 Plzen - Porto
20:00 Rangers - Ludogorets
20:00 Roma - Stuttgart
20:00 Salzburg - Basel
20:00 Dinamo Zagreb - Steaua
20:00 Braga - Nott. Forest
20:00 Utrecht - Genk
20:00 Nice - Go Ahead Eagles
20:00 Ferencvaros - Panathinaikos
20:00 Celta - Lille
Fylgst er með öllu því helsta í úrslitaþjónustu á forsíðu
Athugasemdir

