Tottenham hefur samið við brasilíska varnarmanninn Souza en hann kemur til liðsins frá Santos í heimalandinu.
Hann er 19 ára gamall vinstri bakvörður en hann skrifar undir langtíma samning við félagið.
Hann er 19 ára gamall vinstri bakvörður en hann skrifar undir langtíma samning við félagið.
Sky Sports greindi frá því fyrr í þessum mánuði að félögin hafi komist að samkomulagi um 13 milljón punda kaupverð.
„Það er ótrúleg tilfinning að ganga til liðs við mjög stórt félag eins og Spurs. Ég ólst upp við að horfa á ensku úrvalsdeildina svo þetta er draumur frá barnæsku og ég get ekki beðið eftir að byrja," sagði Souza.
„Ég er mjög ánægður með að bæta Souza í hópinn. Hann er hæfileikaríkur og spennandi ungur bakvörður sem er framsækinn og tæknilega mjög góður," sagði Thomas Frank.
„Ég hlakka til að vinna með honum og hjálpa honum að bæta sig. Við trúum því að við höfum nælt í einn efnilegasta vinstri bakvörð heims sem getur gefið okkur eitthvað núna og líka í framtíðinni."
Souza er annar leikmaðurinn sem Tottenham fær til sín í janúar en enski miðjumaðurinn Conor Gallagher gekk til liðs við félagið frá Atletico Madrid.
We are delighted to announce that we have reached agreement with Brazil Serie A side Santos for the transfer of Souza on a long term contract ??
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 22, 2026
???? https://t.co/ZSLXs7fFAf pic.twitter.com/YFoYVJSx4Z
Athugasemdir



