Chicago Fire er að reyna að fá Bernardo Silva, miðjumann Manchester City, til að ganga í raðir félagsins.
Bandaríska MLS-félagið er metnaðarfullt og hefur einnig verið að reyna að fá Robert Lewandowski, sóknarmann Barcelona. Báðir leikmenn verða samningslausir næsta sumar.
Silva verður 32 ára í ágúst og hafa félög á borð við Barcelona sýnt honum áhuga og einnig klúbbar í Sádi-Arabíu.
Bandaríska MLS-félagið er metnaðarfullt og hefur einnig verið að reyna að fá Robert Lewandowski, sóknarmann Barcelona. Báðir leikmenn verða samningslausir næsta sumar.
Silva verður 32 ára í ágúst og hafa félög á borð við Barcelona sýnt honum áhuga og einnig klúbbar í Sádi-Arabíu.
Chicago hefur rætt við Lewandowki og Silva en MLS-deildin vill halda áfram að lokka til sín stór nöfn og hjálpa grasrót fótboltans að vaxa í landinu.
Fleiri félög í MLS eru að horfa til leikmanna á Englandi. Toronto vill fá Josh Sargent frá Norwich og Charlotte FC hefur áhuga á Harvey Elliott. Þá hefur Atlanta United spurt West Ham út í argentínska miðjumanninn Guido Rodriguez.
Athugasemdir



