Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 13:00
Elvar Geir Magnússon
Villa skoðar miðjumenn vegna hnémeiðsla Kamara
Boubacar Kamara spilar líklega ekki meira á tímabilinu.
Boubacar Kamara spilar líklega ekki meira á tímabilinu.
Mynd: EPA
Douglas Luiz og Ruben Loftus-Cheek eru meðal miðjumanna sem eru á blaði Aston Villa en félagið reynir að fylla skarð Boubacar Kamara sem er meiddur á hné.

Kamara er einn mikilvægasti leikmaður Villa en hann meiddist í leik gegn Tottenham fyrr í þessum mánuði. Talið er líklegt að hann spili ekki meira á tímabilinu.

Það sem flækir málin fyrir Villa er að vera innan fjárhagsreglna í glugganum.

Loftus-Cheek er hjá AC Milan en ítalska félagið er hikandi við að hleypa þessum fyrrum miðjumanni Chelsea á lán.

Luiz var hjá Villa 2019-2024 áður en hann gekk í raðir Juventus. Hann fékk góðar móttökur þegar hann mætti með Nottingham Forest, þar sem hann er á láni, á Villa Park.

Forest þarf að kaupa Luiz fyrir um 23 milljónir punda ef hann spilar fimmtán leiki þar sem hann leikur að minnsta kosti hálfleik. Félagið er ólíklegt til að vera tilbúið í það.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner