Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 10:26
Elvar Geir Magnússon
Enski bikarinn: Salford tryggði sér leik gegn Man City
Kátt á hjalla hjá stuðningsmönnum Salford.
Kátt á hjalla hjá stuðningsmönnum Salford.
Mynd: Salford City
Salford City sigraði Swindon Town 3-2 í FA-bikarnum í gær og mun mæta sjöföldum bikarmeisturum Manchester City í fjórðu umferð. Salford leikur í D-deildinni og hefur aldrei áður komist svona langt í elstu og virtustu bikarkeppninni.

Heimamenn í Salford náðu forystunni á elleftu mínútu í leiknum í gær þegar Ryan Graydon, sem kom til liðsins í janúar, opnaði markareikning sinn fyrir félagið með skallamark.

Leikurinn var mikil skemmtun og sótt á báða bóga. Næsta mark kom þó ekki fyrr en á 52. mínútu þegar Graydon skoraði annað mark sitt og annað mark Salford, að þessu sinni úr skyndisókn.

En Swindon svaraði þremur mínútum síðar með skallamarki Ollie Palmer af stuttu færi og jafnaði svo þegar varamaðurinn James Ball skoraði. Sigurmarkið skoraði síðan Luke Garbutt úr aukaspyrnu á 68. mínútu. Stuðningsmenn Salford fögnuðu innilega.

Salford City er félag í eigu fjárfestingahóps sem fyrrum United-mennirnir David Beckham og Gary Neville leiða. Félagið heimsækir City helgina 14. - 15. febrúar en þá verður fjórða umferðin (32-liða úrslitin) spiluð.



Allt það helsta úr leik Salford og Swindon:

Athugasemdir
banner
banner
banner