Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Hverjir mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta umferðin í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins fer fram á morgun.

Víkingur er á góðri leið með að fara í úrslitaleikinn upp úr A-riðlinum. Liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og liðið þarf aðeins jafntefli gegn Fram til að komast í úrslitaleikinn.

ÍR á möguleika með sigri á Leikni en Víkingur er með fimm mörkum betri markatölu.

Það er aðeins jafnara í B-riðli þar sem Þróttur er á toppnum með sex stig og sex mörk í plús. Fylkir er með þrjú stig og tvö mörk í plús, KR með þrjú stig og eitt mark í mínus en Valur er án stiga og úr leik.

laugardagur 24. janúar

Reykjavíkurmót karla - A-riðill
14:00 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
14:30 ÍR-Leiknir R. (Egilshöll)

Reykjavíkurmót karla - B-riðill
14:00 Valur-KR (N1-völlurinn Hlíðarenda)
14:00 Þróttur R.-Fylkir (AVIS völlurinn)
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Reykjavíkurmót karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner