Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd lánar Amass til Norwich
Harry Amass í leik með Man Utd
Harry Amass í leik með Man Utd
Mynd: EPA
Manchester United hefur samþykkt að lána Harry Amass til enska B-deildarfélagsins Norwich City út tímabilið.

Amass er 18 ára gamall bakvörður sem var á láni hjá Sheffield Wednesday fyrri hluta tímabilsins og lék þar 21 leik ásamt því að koma að tveimur mörkum.

Hann sneri aftur til United í byrjun mánaðarins en er nú á förum aftur.

Hann mun leika með Norwich á láni út tímabilið en liðið er í 20. sæti B-deildarinnar með 30 stig.

Amass lék sjö leiki með aðalliði Man Utd á síðustu leiktíð og er fastamaður í U19 ára landsliði Englands.
Athugasemdir
banner