Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man Utd vill framlengja við Mainoo
Mynd: EPA
Man Utd er tilbúið að hefja viðræður við Kobbie Mainoo um nýjan samning. Sky Sports greinir frá þessu.

Félagið vill semja við þennan tvítuga miðjumann en félagið staðfesti í dag að reynsluboltinn Casemiro muni yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur út í sumar.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Man Utd rætt við umboðsmenn Mainoo um að setjast niður og ræða málin almennilega.

Um er að ræða launahækkun og stærra hlutverk í liðinu en hann var úti í kuldanum hjá Ruben Amorim en hann spilaði allan leikinn í 2-0 sigri gegn Man City um helgina. Það var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Michael Carrick.

Hann hefur verið orðaður við Napoli en útlit er fyrir að hann sé kominn í stærra hlutverk og verður áfram hjá Man Utd.
Athugasemdir
banner