Utrecht 0 - 2 Genk
0-1 Zakaria El Ouahdi ('54 )
0-2 Daan Heymans ('83 , víti)
0-1 Zakaria El Ouahdi ('54 )
0-2 Daan Heymans ('83 , víti)
Leik Utrecht og Genk í Evrópudeildinni seinkaði um tæplega klukkutíma eftir að óeirðarlögreglan var kölluð til og rak alla stuðningsmenn Genk úr stúkunni áður en leikurinn átti að hefjast.
Ástæðan er sú að margir stuðningsmenn voru miðalausir og öryggisgæslan leitaði ekki á þeim. Stuðningsmennirnir tóku illa í þessa aðgerð lögreglunnar og barðist á móti en að lokum var stúkan tæmd.
Leikurinn hófst rétt fyrir klukkan níu og Genk vann mikilvægan sigur. Liðið er í 10. sæti með 13 stiig, stigi á eftir Betis sem er í 8. sæti. Genk mætir Malmö í lokaumferðinni. Utrecht er í 34. sæti með eitt stig og er fallið úr leik.
Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður Utrecht, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Hann hefur ekki verið inn í myndinni en hann hefur aðeins spilað fjórar mínútur á þessu tímabili.
Athugasemdir



