Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 15:10
Elvar Geir Magnússon
Sá skapbráðasti skallaði andstæðing og er á leið í enn eitt bannið
Milutin Osmajic fær hér gult spjald í landsleik með Svartfellingum á Laugardalsvelli 2024.
Milutin Osmajic fær hér gult spjald í landsleik með Svartfellingum á Laugardalsvelli 2024.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Osmajic í leik gegn Íslandi.
Osmajic í leik gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milutin Osmajic, leikmaður enska B-deildarliðsins Preston North End, hefur skapað sér orðspor semskapheitasti leikmaður enska boltans. Hann skallaði í nefið á andstæðing í leik gegn Hull í Championship-deildinni í gær og er enn og aftur á leið í leikbann.

Preston var 3-0 undir í uppbótartíma þegar Osmajic skallaði John Lundstram, leikmann Hull, og fékk rautt spjald. Hans bíður þriggja leikja bann.

Á aðeins sextán mánaða kafla verður hann þá búinn að afplána alls 20 leiki í leikbanni!

Preston borgaði metfé í september 2023 til að fá Osmajic frá spænska félaginu Cadiz. Svartfellingurinn fékk átta leikja bann um ári síðar fyrir að bíta Owen Beck, leikmann Blackburn, í hnakkann.

Hann fékk svo níu leikja bann fyrir rasisma í garð Hannibal Mejbri, miðjumanns Burnley, á síðasta ári.

Paul Heckingbottom, stjóri Preston, var spurður að því eftir leikinn í gær hvort þolinmæðin gagnvart hegðun Osmajic væri að verða á þrotum?

„Þú getur alveg spurt en ég er ekki að fara að svara því. Þessi hegðun er óásættanleg og hann hefur ekki lært sína lexíu. Þessi atvik hafa ekkert með fótbolta að gera," sagði Heckingbottom.

Osmajic hefur skorað fimm mörk í fimmtán deildarleikjum á tímabilinu fyrir Preston en liðið situr í sjötta sæti.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Ipswich Town 27 14 8 5 47 24 +23 50
3 Middlesbrough 27 14 7 6 40 28 +12 49
4 Hull City 27 14 5 8 45 39 +6 47
5 Millwall 28 13 7 8 32 35 -3 46
6 Preston NE 28 11 10 7 36 29 +7 43
7 Stoke City 27 12 5 10 32 23 +9 41
8 Watford 26 11 8 7 37 31 +6 41
9 Wrexham 28 10 11 7 40 35 +5 41
10 Derby County 28 11 8 9 38 36 +2 41
11 Bristol City 28 11 7 10 38 31 +7 40
12 QPR 28 11 7 10 38 39 -1 40
13 Birmingham 28 10 8 10 38 37 +1 38
14 Leicester 28 10 8 10 39 41 -2 38
15 Swansea 28 10 6 12 31 35 -4 36
16 Southampton 27 8 9 10 39 40 -1 33
17 Sheffield Utd 26 10 2 14 36 39 -3 32
18 Charlton Athletic 27 8 8 11 27 34 -7 32
19 West Brom 28 9 4 15 31 43 -12 31
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Blackburn 27 7 7 13 25 36 -11 28
22 Portsmouth 25 7 7 11 22 35 -13 28
23 Oxford United 27 5 9 13 25 35 -10 24
24 Sheff Wed 27 1 8 18 18 54 -36 -7
Athugasemdir
banner
banner