Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, fór óhefðbundna leið til að kveikja í sínum mönnum í hálfleik gegn Napoli í gær. FCK var 0-1 undir á heimavelli og manni færra eftir að Thomas Delaney fékk að líta rauða spjaldið.
Neestrup brá á það ráð að sýna hópnum tvær ljósmyndir. Önnur þeirra var úr leiknum gegn Manchester United í Meistaradeildinni 2023. Þá var liðið 0-2 undir á Parken en kom til baka og náði í 4-3 sigur. Hin myndin var úr leik gegn nágrannaliði þar sem FCK var 0-1 undir og manni færra, en tókst að jafna.
Neestrup brá á það ráð að sýna hópnum tvær ljósmyndir. Önnur þeirra var úr leiknum gegn Manchester United í Meistaradeildinni 2023. Þá var liðið 0-2 undir á Parken en kom til baka og náði í 4-3 sigur. Hin myndin var úr leik gegn nágrannaliði þar sem FCK var 0-1 undir og manni færra, en tókst að jafna.
„Við fundum tvær myndir. Mynd úr leiknum gegn Manchester United þar sem við vorum 0-2 undir. Hvernig leið mönnum á þeim tímapunkti? Það var ekki góð tilfinning, en í fótbolta geta hlutirnir breyst hratt. Sá leikur var dæmi um það. Hin myndin var úr nágrannaslag hér á heimavelli, við vorum tíu gegn ellefu í þeim leik, náðum tveimur tæklingum á miðjunni og Elyounoussi hleypur upp völlinn og skorar eitt af fallegustu mörkum sem ég hef séð hér á Parken," sagði Neestrup.
„Þeta snerist um að gefa mönnum trú og sýna að við höfum verið í erfiðri stöðu áður. Svo lengi sem þú heldur aga og skipulagi og heldur voninni á lífi getur allt gerst. Þetta snerist um að halda trú á verkefninu ef það væri einhver sem hefði ekki trú," sagði Andreas Cornelius, framherji FCK.
Eftir að Delaney fékk rauða spjaldið tók Neestrup Viktor Bjarka Daðason af velli til að þétta raðirnar. FCK fékk vítaspyrnu í seinni hálfleiknum í gær og Jordan Larsson skoraði úr frákastinu eftir lélega vítaspyrnu.
FCK er með átta stig eftir sjö leiki og þarf að ná í úrslit á Nývangi í lokaumferðinni til að komast í umspilið um sæti í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir


