Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markakóngurinn stefnir á endurkomu seint í maí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markavélin Patrick Pedersen sleit hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í ágúst á síðasta ári. Hann fór í kjölfarið í aðgerð vegna meiðslanna og í desember fór hann í aðgerð á hinum fætinum, þeim vinstri, vegna meiðsla í hæl. Batinn á Patrick er hægur og stöðugur og vonast hann til þess að geta snúið aftur á völlinn fyrir lok maí.

„Þetta gengur hægt og rólega. Ég var í smá vandræðum með sárið eftir fyrri aðgerðina en þetta lítur fyrir að vera loksins að gróa núna," segir Patrick við Fótbolta.net.

„Ég fór í aðgerð vegna hælsins á vinstri fæti í desember og það hægir aðeins á batanum. En planið er að ég geti byrjað að hlaupa einhvern tímann í mars."

„Ég er að stefna á að vera mættur aftur á völlinn seint í maí, ég átta mig á því að það er kannski svolítil bjartsýni, en það er markmiðið. Það er erfitt að setja nákvæma dagsetningu á endurkomu en vonandi verð ég orðinn alveg heill í júní eða júlí,"
segir danski framherjinn.

Þrátt fyrir að hafa misst af lokaleikjunum í fyrra endaði Patrick sem markakóngur Bestu deildarinnar. Hann skorað átján mörk í nítján deildarleikjum og varð á síðasta tímabili markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar.
Athugasemdir
banner
banner
banner