Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   fim 22. janúar 2026 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ward-Prowse til Burnley?
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn James Ward-Prowse gæti verið á förum frá West Ham fyrir gluggalok en hann er orðaður við nýliða Burnley á láni út tímabilið.

Englendingurinn er ekki í plönum West Ham og hefur verið tjáð að hann megi yfirgefa félagið.

Ward-Prowse er 31 árs gamall og talinn einn besti aukaspyrnusérfræðingur sinnar kynslóðar.

Hann er samningsbundinn West Ham til 2027 en Sky segir það líklegt að hann fari frá félaginu á láni í þessum glugga og er Burnley sagður líklegasti áfangastaður hans.

Burnley er að skoða markaðinn eftir að Josh Cullen sleit krossband í leik gegn Everton í síðasta mánuði. Félagið vill helst fá leikmann með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni.

Nýliðarnir eru í næst neðsta sæti deildarinnar með 14 stig.
Athugasemdir
banner