Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
banner
   fim 22. janúar 2026 12:00
Elvar Geir Magnússon
Úlfarnir kanna möguleika á að fá Phillips
Mynd: EPA
Úlfarnir eru að kanna möguleika á að fá Kalvin Phillips, miðjumann Manchester City, í þessum glugga.

Hinn þrítugi Phillips er orðinn heill af meiðslum og Úlfarnir telja að hann geti hjálpað liðinu. Hann hefur átt erfitt uppdráttar á ferlinum síðustu ár og verið lánaður til West Ham United og Ipswich Town en ekki heillað.

Joao Gomes og Andre, leikmenn Wolves, eru á óskalistum annarra félaga og gætu fært sig um set áður en mánuðurinn er liðinn.

Úlfarnir eru að leyfa sóknarmiðjumanninum Fer Lopez að snúa aftur til Celtca Vigo á láni og eru að reyna að fá Philip Otele, 26 ára kantmann Basel.

Úlfarnir eru í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins átta stig og ljóst að liðið mun leika í Championship-deildinni á næsta ári.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner
banner