Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 15:34
Elvar Geir Magnússon
Oyarzabal undir smásjá Man Utd
Mynd: EPA
Það vantar ekki slúðrið sem snýr að Manchester United en nú tala hinir ýmsu fjölmiðlar um að Mikel Oyarzabal, sóknarmaður Real Sociedad, sé á radar félagsins.

Njósnarar United voru á sigurleik Real Sociedad gegn Barcelona en þeir voru einnig að horfa á Marcus Rashford sem er á láni frá United hjá Börsungum.

Oyarzabal er 28 ára og hefur skorað 22 mörk í 51 landsleik fyrir Spán. Hann er með 6 mörk í 17 leikjum í La Liga á tímabilinu.

Hann er með riftunarákvæði upp á 65 milljónir punda og er talið líklegra að United komi með tilboð í sumar frekar en núna í janúarglugganum.

Annar leikmaður sem er orðaður við United um þessar mundir er portúgalski miðjumaðurinn Ruben Neves, fyrrum leikmaður Wolves.

Hann á hálft ár eftir af samningi sínum við Al-Hilal í Sádi-Arabíu og er sagður hafa áhuga á að snua aftur í Evópufótboltann. Real Madrid hefur einnig sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner