Heimild: Dr. Football
Í gær var fjallað um áhuga Juventus á íslenska landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni. Calciomercato sagði frá því að Juventus hefði spurst fyrir um Albert en fengið þau svör að Fiorentina væri ekki tilbúið að selja hann.
Hjörvar Hafliðason sagði frá því í Dr. Football þætti dagsins að Juventus hefði boðið í Albert síðasta föstudag.
Hjörvar Hafliðason sagði frá því í Dr. Football þætti dagsins að Juventus hefði boðið í Albert síðasta föstudag.
„Ég er með þetta 100%, Juve hefur ekki bara sýnt Alberti áhuga heldur buðu þeir í hann á föstudaginn fyrir viku," sagði Hjörvar í þættinum.
„Hann er kóngurinn í Flórens. Hann er að redda þessu Fiorentina liði frá falli, hann er númer 10 og Fiorentina hatar Juve eftir (Roberto) Baggio dæmið fyrir 30-40 árum síðan," bætti Hjörvar við og ýjaði að því að það gæti orðið langsótt fyrir Juventus að ná Alberti frá Juventus.
„Hann og (Kenan) Yildiz saman hjá Juve, það væri ekkert eðlilega gaman að horfa á þá saman. Juventus þarf svona gaur eins og Albert," sagði Sigurður Bond í þættinum.
„Það er tækifæri fyrir hann að verða bara kóngurinn í Juventus. Ég held að Yildiz verði ekki lengi hjá þeim í viðbót. Það er enginn Íslendingur búinn að spila fyrir stærra lið en Juventus frá því að Eiður Smári var hjá Barcelona," sagði Ragnar Bragi Sveinsson.
Albert, sem er 28 ára sóknarmaður, hefur skorað fjögur mörk og átt þrjár stoðsendingar fyrir Fiorentina í ítölsku A-deildinni á tímabilinu. Liðið hefur átt erfiðan vetur og er rétt fyrir ofan fallsvæðið. Juventus situr í fimmta sæti.
Juventus er í fimmta sæti Seríu A, tíu stigum á eftir toppliði Inter, og vill fá inn sóknarmann í glugganum.
Stöðutaflan
Ítalía
Serie A - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Inter | 21 | 16 | 1 | 4 | 44 | 17 | +27 | 49 |
| 2 | Milan | 21 | 13 | 7 | 1 | 34 | 16 | +18 | 46 |
| 3 | Napoli | 21 | 13 | 4 | 4 | 31 | 17 | +14 | 43 |
| 4 | Roma | 21 | 14 | 0 | 7 | 26 | 12 | +14 | 42 |
| 5 | Juventus | 21 | 11 | 6 | 4 | 32 | 17 | +15 | 39 |
| 6 | Como | 21 | 10 | 7 | 4 | 31 | 16 | +15 | 37 |
| 7 | Atalanta | 21 | 8 | 8 | 5 | 26 | 20 | +6 | 32 |
| 8 | Bologna | 21 | 8 | 6 | 7 | 30 | 24 | +6 | 30 |
| 9 | Lazio | 21 | 7 | 7 | 7 | 21 | 19 | +2 | 28 |
| 10 | Udinese | 21 | 7 | 5 | 9 | 22 | 33 | -11 | 26 |
| 11 | Sassuolo | 21 | 6 | 5 | 10 | 23 | 28 | -5 | 23 |
| 12 | Cremonese | 21 | 5 | 8 | 8 | 20 | 28 | -8 | 23 |
| 13 | Parma | 21 | 5 | 8 | 8 | 14 | 22 | -8 | 23 |
| 14 | Torino | 21 | 6 | 5 | 10 | 21 | 34 | -13 | 23 |
| 15 | Cagliari | 21 | 5 | 7 | 9 | 22 | 30 | -8 | 22 |
| 16 | Genoa | 21 | 4 | 8 | 9 | 22 | 29 | -7 | 20 |
| 17 | Fiorentina | 21 | 3 | 8 | 10 | 23 | 32 | -9 | 17 |
| 18 | Lecce | 21 | 4 | 5 | 12 | 13 | 29 | -16 | 17 |
| 19 | Pisa | 21 | 1 | 11 | 9 | 16 | 31 | -15 | 14 |
| 20 | Verona | 21 | 2 | 8 | 11 | 17 | 34 | -17 | 14 |
Athugasemdir



