Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 17:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Casemiro yfirgefur Man Utd í sumar (Staðfest)
Mynd: EPA
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur gefið það út að hann muni yfirgefa Manchester United þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Casemiro var keyptur til United frá Real Madrid sumarið 2022 og hefur hann unnið enska bikarinn og deildabikarinn sem leikmaður félagsins. Hann hefur til þessa leikið 146 leiki fyrir United og skorað í þeim 21 mark.

„Að vita hvenær köflum lýkur. Að vita hvenær á að kveðja þegar maður finnur fyrir því að manns verður minnst og maður virtur að eilífu."

„Fjórir mánuðir til að gefa allt fyrir þetta merki og fyrir markmiðið okkar."

„Eilíf virðing og væntumþykja fyrir Manchester United og frábæru aðdáendum félagsins."

„Að eilífu, Rauður Djöfull,"
skrifar Casemiro á Instagram.

Hann verður 34 ára í næsta mánuði. Hjá Real vann hann spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina fimm sinnum.



Athugasemdir
banner
banner