Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 11:13
Elvar Geir Magnússon
Handteknir í Borat skýlum í stúkunni í Kasakstan
Belgarnir hressir og ölvaðir í stúkunni.
Belgarnir hressir og ölvaðir í stúkunni.
Mynd: X
Þrír stuðningsmenn belgíska liðsins Club Brugge voru handteknir í Kasakstan á þriðjudag eftir að hafa verið í Borat skýlum í stúkunni á Meistaradeildarleik gegn Kairat Almaty.

Þeir voru dæmdir í fimm daga fangelsisvist en Kasakar hafa lítinn húmor fyrir Borat gríni. Borat er persóna sem Sacha Baron Cohen skapaði og á að vera frá Kasakstan.

Skýlan sem Borat klæddist hlaut heimsfrægð en hún hylur ekki stóran hluta líkamans og er til dæmis gríðarlega vinsæl í steggjunum.

Fræg kvikmynd um Borat frá 2006 þótti setja neikvæðan stimpil á landið og menningu þess. Ríkisstjórn landsins bannaði myndina á sínum tíma.

Samkvæmt dómstóli í Astana, höfuðborg Kasakstan þar sem leikurinn fór fram á þriðjudag, voru þremenningar ölvaðir þegar þeir afklæddu sig í stúkunni og sungu til að vekja á sér athygli. Þeir hafi þar með brotið landslög.

Árið 2024 var fáni með mynd af Borat tekinn af stuðningsmönnum Chelsea í Evrópuleik í Astana.


Athugasemdir
banner