Alfons Sampsted mun ekki klára tímabilið með Birmingham en hann er samkvæmt hollenskum miðlum á förum til Hollands. Hann er sterklega orðaður við Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni, Eredivisie.
Ef af verður þá á Alfons að koma inn í hópinn fyrir fyrirliða liðsins, Mats Deijl, sem Feyenoord er að kaupa. Go Ahead átti í viðskiptum við Birmingham sumarið 2024 þegar Willum Þór Willumsson var keyptur til Englands frá hollenska félaginu.
Ef af verður þá á Alfons að koma inn í hópinn fyrir fyrirliða liðsins, Mats Deijl, sem Feyenoord er að kaupa. Go Ahead átti í viðskiptum við Birmingham sumarið 2024 þegar Willum Þór Willumsson var keyptur til Englands frá hollenska félaginu.
Alfons var orðinn þriðji kostur Birmingham í hægri bakvarðarstöðunni, hefur einungis komið við sögu í átta leikjum, byrjað tvo leiki í Championship-deildinni og einu sinni spilað 90 mínútur. Hannheldur nú til Hollands þar sem hann þekkir vel því hann var leikmaður Twente í eitt og hálft ár áður en hann hélt til Birmingham haustið 2024.
Alfons er 27 ára hægri bakvörður sem uppalinn er hjá Breiðabliki. Sem atvinnumaður hefur hann leikið með Norrköping, Landskrkona, Bodö/Glimt, Twente og Birmingham. Hann á að baki 23 A-landsleiki. Hann var síðast í landsliðshópnum í nóvember 2024.
Go Ahead er í 13. sæti hollensku deildarinnar eftir að hafa endað í 7. sæti á síðasta tímabili. Liðið vann hollenska bikarinn í fyrra og fór því í Evrópudeildina. Liðið á leik gegn Nice í kvöld og þarf að minnsta kosti fjögur stig í lokaleikjunum tveimur til að halda sér á lífi í keppninni.
Athugasemdir




