Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 15:30
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Man City endurgreiða stuðningsmönnum sem fóru til Noregs
Leikmenn Man City eftir leikinn í Bodö.
Leikmenn Man City eftir leikinn í Bodö.
Mynd: EPA
Haaland fer upp í liðsrútu City eftir tapið í Noregi.
Haaland fer upp í liðsrútu City eftir tapið í Noregi.
Mynd: EPA
Leikmenn Manchester City hafa ákveðið að endurgreiða miðaverðið til þeirra 374 stuðningsmanna sem ferðuðust til Noregs og urðu vitni að niðurlægjandi 3-1 tapi liðsins gegn Bodö/Glimt í Meistaradeildinni í gær.

Útivallarmiði á leikinn kostaði rúmlega 4 þúsund íslenskar krónur og greiða leikmenn samtals yfir eina og hálfa milljón króna.

Í yfirlýsingu frá fyrirliðateymi City; sem samanstendur af Bernardo Silva, Ruben Dias, Rodri og Erling Haaland, segir:

„Stuðningsmenn okkar skipta okkur öllu máli. Við gerum okkur grein fyrir fórnunum sem þeir taka þegar þeir ferðast um heiminn til að styðja okkur. Við göngum ekki að því vísu. Þetta eru bestu stuðningsmenn heims."

„Við gerum okkur grein fyrir því að þetta var langt ferðalag hjá fólki sem sýndi okkur stuðning í miklum kulda og á erfiðu kvöldi innan vallar. Það minnsta sem við getum gert er að endurgreiða miðaverðið til þeirra sem ferðuðust í leikinn."

Stuðningsmannafélag Manchester City fagnar þessu framtaki leikmanna en eftir tapið óvænta í gær þarf City að vinna Galatasaray í lokaumferðinni til að vera öruggt með að enda í topp átta.

„Ég bið alla afsökunar, hvern einasta stuðningsmann Man City og alla sem ferðuðust hingað því þetta er vandræðalegt," sagði Haaland eftir leikinn.

„Bodö spilar ótrúlegan fótbolta og áttu þetta skilið. Ég veit ekki hvað ég á að segja því ég er ekki með svör, eina sem ég get sagt er afsakið."
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 7 0 0 20 2 +18 21
2 Real Madrid 7 5 0 2 19 8 +11 15
3 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
4 Tottenham 7 4 2 1 15 7 +8 14
5 PSG 7 4 1 2 20 10 +10 13
6 Sporting 7 4 1 2 14 9 +5 13
7 Man City 7 4 1 2 13 9 +4 13
8 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
9 Inter 7 4 0 3 13 7 +6 12
10 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
11 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
12 Dortmund 7 3 2 2 19 15 +4 11
13 Newcastle 6 3 1 2 13 6 +7 10
14 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Juventus 6 2 3 1 12 10 +2 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Leverkusen 7 2 3 2 10 14 -4 9
20 Mónakó 7 2 3 2 8 14 -6 9
21 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
22 Olympiakos 7 2 2 3 8 13 -5 8
23 Napoli 7 2 2 3 7 12 -5 8
24 FCK 7 2 2 3 11 17 -6 8
25 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
26 Club Brugge 7 2 1 4 12 17 -5 7
27 Bodö/Glimt 7 1 3 3 12 14 -2 6
28 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
29 Pafos FC 6 1 3 2 4 9 -5 6
30 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
31 Ajax 7 2 0 5 7 19 -12 6
32 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
33 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
34 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
35 Villarreal 7 0 1 6 5 15 -10 1
36 Kairat 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner
banner