Þjálfarateymi færeyska landsliðsins heimsótti höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í síðustu viku. Eyðun Klakstein landsliðsþjálfari Færeyja og aðstoðarmaður hans Atli Gregersen komu hingað til lands.
Fjallað er um heimsóknina á heimasíðu færeyska fótboltasambandsins og segir að hún hafi verið hluti af undirbúningi fyrir næstu Þjóðadeild en dregið verður í riðla þann 12. febrúar.
Fjallað er um heimsóknina á heimasíðu færeyska fótboltasambandsins og segir að hún hafi verið hluti af undirbúningi fyrir næstu Þjóðadeild en dregið verður í riðla þann 12. febrúar.
Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari Íslands og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarlandsliðsþjálfari funduðu með færeysku þjálfurunum.
Sagt er að meðal þess sem hafi verið til umræðu hafi verið áskoranir og tækifæri þjóðanna í alþjóðlegum fótbolta og vinnuaðferðir.
Ísland og Færeyjar eru bæði í C-deild næstu Þjóðadeildar. Ísland verður í efsta styrkleikaflokki í drættinum en Færeyjar í þeim þriðja.
Athugasemdir

