Jadon Sancho var hetja Aston Villa þegar liðið vann Fenerbahce í Evrópudeildinni í kvöld. Sigurinn tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitunum.
Sancho skoraði eina mark leiksins með skalla í fyrri hálfleik en þetta var fyrsta mark hans með skalla á ferlinum. Sancho er á láni frá Man Utd en hann var ekki inn í myndinni hjá Ruben Amorim.
Sancho skoraði eina mark leiksins með skalla í fyrri hálfleik en þetta var fyrsta mark hans með skalla á ferlinum. Sancho er á láni frá Man Utd en hann var ekki inn í myndinni hjá Ruben Amorim.
„Ég veit að ég skoraði nokkur í yngri flokkum. Ég er bara ánægður að hafa skorað mitt fyrsta mark fyrir Aston Villa og fullkomna það með sigri," sagði Sancho.
„Stjórinn og liðið er að hjálpa mér að koma mér í mitt besta form, ég veit að ég get gert miklu betur, ég er harður við sjálfan mig. Ég er þakklátur að hafa skorað mitt fyrsta mark fyrir Aston Villa og vonandi koma miklu fleiri. Emery segir mér að vera jákvæður, það er gaman að hafa stjóra sem trúir á mann."
Sancho benti í átt að bekknum þegar hann fagnaði markinu.
„Ég var að benda á Ezri (Konsa) og Ian (Maatsen) af því að við höfum verið að æfa skalla. Það var nokkuð fyndið að ég hafi skorað með skalla," sagði Sancho.
Athugasemdir



