Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 16:30
Elvar Geir Magnússon
Kemur ekki til greina hjá Frökkum og Þjóðverjum að sniðganga HM
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, með vini sínum Gianni Infantino, forseta FIFA.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, með vini sínum Gianni Infantino, forseta FIFA.
Mynd: EPA
Franska ríkisstjórnin er ekki hlynnt því að sniðganga HM en keppnin verður að stórum hluta í Bandaríkjunum í sumar.

Hinn vinstri sinnaði franski stjórnmálamaður Éric Coquerel hefur sagt að taka ætti HM af Bandaríkjunum vegna hótana Donald Trump varðandi Grænland. Frakkland er meðal þjóða sem Trump hefur hótað tollum þar sem þær styðja ekki hugmyndir hans um að taka yfir Grænland.

Marina Ferrari, ráðherra íþróttamála í Frakklandi, segir að það séu engar áætlanir hjá ríkisstjórninni að sniðganga HM.

„Ég er hlynnt því að aðskilja íþróttir frá pólitík. HM er gríðarlega stór stund fyrir íþróttaáhugafólk," segir Ferrari.

Að sama skapi hefur þýska ríkisstjórnin ekki sagst ætla að skipta sér af þátttöku landsliðs þjóðarinnar á HM.

„Ákvarðanir um þátttöku eða sniðgöngu á stórmótum í íþróttum liggja algjörlega hjá viðkomandi íþróttasamböndum, ekki hjá stjórnmálafólki. Í þessu tilfelli er þetta því algjörlega í höndum þýska fótboltasambandsins," segir Christiane Schenderlein, ráðherra íþróttamála í Þýskalandi.

Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur myndað vinasamband með Trump og fékk Bandaríkjaforsetinn sérstök friðarverðlaun frá FIFA seint á síðasta ári.
Athugasemdir
banner