Ragna Lára Ragnarsdóttir er gengin í raðir Aftureldingar og hefur skrifað undir samning sem gildir út tímabilið 2027.
Hún er markmaður sem fædd er árið 2010. Hún hefur síðustu misseri verið hluti U15 og U16 landsliðshópum og á að baki einn leik með U16.
Hún er markmaður sem fædd er árið 2010. Hún hefur síðustu misseri verið hluti U15 og U16 landsliðshópum og á að baki einn leik með U16.
Þrátt fyrir að vera einungis á 16. aldursári hefur hún þegar spilað keppnisleik í meistaraflokki, leik með KR í Lengjudeildinni á síðasta tímabili. Hún er uppalin hjá Fjölni og KR og kemur í Mosfellsbæinn eftir tvö ár í KR.
Afturelding féll úr Lengjudeildinni í fyrra og verður í 2. deild á komandi tímabili. Ísak Ólason tók síðasta haust við sem aðalþjálfari liðsins og Patrekur Orri Guðjónsson er hans aðstoðarmaður.
„Það er mikil viðurkenning fyrir okkur í Aftureldingu að ungir og efnilegir leikmenn vilja koma til okkar í Mosfellsbæinn og taka þátt í þeirri spennandi vegferð sem framundan er í meistaraflokki kvenna. Við hlökkum til að sjá hana á vellinum í sumar," segir í tilkynningu Aftureldingar.
Athugasemdir



