Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Endurkoma hjá Boro
Alan Browne var stórkostlegur í endurkomusigri Boro. Hann skoraði og lagði upp á rúmum tíu mínútum
Alan Browne var stórkostlegur í endurkomusigri Boro. Hann skoraði og lagði upp á rúmum tíu mínútum
Mynd: Middlesbrough FC
Middlesbrough vann frábæran 2-1 endurkomusigur á Stoke City í ensku B-deildinni í kvöld en liðið er aðeins sex stigum frá toppliði Coventry eftir 28 umferðir.

Boro-liðið hefur litið vel út á þessu tímabili en það lenti í smá hremmingum í byrjun leiks er Tomas Rigo kom heimamönnum í Stoke yfir.

Stoke hélt í forystuna fram að hálfleik en Boro stillti saman strengi og jafnaði þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum með marki frá Alan Browne sem var að eiga frábæran leik í bakverðinum.

Hann skoraði ekki bara jöfnunarmarkið heldur átti hann stórkostlega fyrirgjöf tíu mínútum síðar sem Tommy Conway stýrði í netið.

Vont versnaði fyrir Stoke sem missti Bosun Lawal af velli með rautt spjald. Stoke tókst ekki að koma til baka og var það Boro sem fagnaði mikilvægum 2-1 sigri sem er nú með 52 stig í öðru sæti en Stoke í 8. sæti með 41 stig.

Leo Scienza var hetja Southampton í 1-0 sigrinum á Sheffield United á St. Mary's leikvanginum.

Sheffield United hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð en Southampton er í 15. sæti með 36 stig en Sheffield í 17. sæti með 32 stig.

Watford bjargaði stigi gegn Portsmouth í 1-1 jafntefli. Adrian Segecic kom Portsmouth yfir þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir en heimamenn í Watford voru fljótir að svara með marki Mamadou Doumbia.

Watford er í 7. sæti með 42 stig og mistókst að komast upp í umspilssæti en Portsmouth í 21. sæti með 29 stig, einu stigi fyrir ofan fallsæti.

Stoke City 1 - 2 Middlesbrough
1-0 Tomas Rigo ('15 )
1-1 Alan Browne ('48 )
1-2 Tommy Conway ('59 )
Rautt spjald: Bosun Lawal, Stoke City ('77)

Southampton 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Leo Scienza ('7 )

Watford 1 - 1 Portsmouth
0-1 Adrian Segecic ('73 )
1-1 Mamadou Doumbia ('79 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 28 17 7 4 61 31 +30 58
2 Middlesbrough 28 15 7 6 42 29 +13 52
3 Ipswich Town 27 14 8 5 47 24 +23 50
4 Hull City 27 14 5 8 45 39 +6 47
5 Millwall 28 13 7 8 32 35 -3 46
6 Preston NE 28 11 10 7 36 29 +7 43
7 Watford 27 11 9 7 38 32 +6 42
8 Stoke City 28 12 5 11 33 25 +8 41
9 Wrexham 28 10 11 7 40 35 +5 41
10 Derby County 28 11 8 9 38 36 +2 41
11 Bristol City 28 11 7 10 38 31 +7 40
12 QPR 28 11 7 10 38 39 -1 40
13 Birmingham 28 10 8 10 38 37 +1 38
14 Leicester 28 10 8 10 39 41 -2 38
15 Southampton 28 9 9 10 40 40 0 36
16 Swansea 28 10 6 12 31 35 -4 36
17 Sheffield Utd 27 10 2 15 36 40 -4 32
18 Charlton Athletic 27 8 8 11 27 34 -7 32
19 West Brom 28 9 4 15 31 43 -12 31
20 Norwich 28 8 6 14 35 40 -5 30
21 Portsmouth 26 7 8 11 23 36 -13 29
22 Blackburn 27 7 7 13 25 36 -11 28
23 Oxford United 27 5 9 13 25 35 -10 24
24 Sheff Wed 27 1 8 18 18 54 -36 -7
Athugasemdir
banner
banner