Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conte brjálaður: Þetta særir mig
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Öll vötn virtust vera að renna til Napoli á Parken í gær, Thomas Delaney fékk rauða spjaldið eftir rúmlega hálftíma leik og Scott McTominay kom Napoli í kjölfarið yfir gegn FC Kaupmannahöfn.

Fæstir höfðu trú á annarri niðurstöðu en sigri Napoli en ítalska liðið náði ekki að sigla öllum stigunum í höfn, því danska liðið jafnaði með marki úr vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.

Antonio Conte, stjóri Napoli, var eðlilega mjög ósáttur með niðurstöðuna.

„Þetta særir mig og þetta ætti að særa leikmenn mína líka. Við eigum að vera reiðir út í okkur sjálfa. Leikurinn var fullkomlega settur upp fyrir okkur til að vinna hann og komast í útsláttarkeppnina. Við getum fundið þúsund afsakanir, en í kvöld duga þær ekki, því undir þessum kringumstæðum eigum við að vinna."

„Fjórða leikinn í röð sýndum við að við erum að glíma við vandamál. Við vorum með fulla stjórn, ellefu gegn tíu, og þrátt fyrir að vera án tíu leikmanna og vera þreyttir, þá verðum við að vinna svona. Þú bara verður að vinna,"
sagði Conte um Sky Sports Italia.

„Vonbrigðin eru mikil því út frá þessu erum við ekki klárir í að vera þessa keppni. Það er ekki mikið meira að segja, við eigum að vera reiðir við okkur sjálfa því þetta var gullið tækifæri og kannski áttuðum við okkur ekki á því sem var í húfi."

„Þetta var eins og að hjóla niður brekku en einhvern veginn breyttist hallinn í hina áttina,"
sagði Conte.

Napoli á Chelsea í lokaumferðinni. Napoli er í 23. sæti deildarinnar og þarf væntanlega á sigri að halda gegn Chelsea til að komast í umspilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner