Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   fim 22. janúar 2026 14:03
Elvar Geir Magnússon
Tapaði kapphlaupinu en kom færandi hendi á Brúna
Stuðningsmaður Chelsea með Luiz treyju í stúkunni.
Stuðningsmaður Chelsea með Luiz treyju í stúkunni.
Mynd: EPA
David Luiz í leik með Pafos.
David Luiz í leik með Pafos.
Mynd: EPA
David Luiz tapaði kapphlaupinu við tímann og var ekki leikfær þegar hann mætti aftur á Stamford Bridge í gær.

Þessi fyrrum varnarmaður Chelsea er nú hjá Pafos frá Kýpur en liðin mættust í Meistaradeildinni í gær. Luiz gerði allt til að spila á Stamford Bridge að nýju en tókst ekki.

Chelsea vann 1-0 og Luiz, sem er 38 ára, var ónotaður varamaður allan leikinn.

Luiz fékk höfðinglegar móttökur á Brúnni enda var hann hjá Chelsea sem leikmaður í sjö tímabil og var hluti af liðinu sem vann Meistaradeildina 2012 og varð Englandsmeistari með liðinu 2017.

Luiz kom færandi hendi á Brúna og gaf nokkrum félögum áritaða treyju. Þar á meðal fjölmiðlafulltrúanum Brian Pullman og Trevoh Chalobah sem var í akademíunni hjá Chelsea þegar Luiz lék þar.

„Því miður var það á endanum ómögulegt fyrir hann að koma við sögu í leiknum. Hann kom með í leikinn því við héldum í vonina fram á síðustu mínútu. Þetta var súrt fyrir hann því hér er hann goðsögn og elskar að spila hér," segir Albert Celades, stjóri Pafos.

Luiz notaði þó heimsóknina í að gefa af sér til stuðningsmanna og heilsa upp á gamla félaga. Chelsea er meðal átta efstu liða Meistaradeildarinnar fyrir lokaumferðina sem leikin verður á miðvikudaginn.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 7 0 0 20 2 +18 21
2 Bayern 7 6 0 1 20 7 +13 18
3 Real Madrid 7 5 0 2 19 8 +11 15
4 Liverpool 7 5 0 2 14 8 +6 15
5 Tottenham 7 4 2 1 15 7 +8 14
6 PSG 7 4 1 2 20 10 +10 13
7 Newcastle 7 4 1 2 16 6 +10 13
8 Chelsea 7 4 1 2 14 8 +6 13
9 Barcelona 7 4 1 2 18 13 +5 13
10 Sporting 7 4 1 2 14 9 +5 13
11 Man City 7 4 1 2 13 9 +4 13
12 Atletico Madrid 7 4 1 2 16 13 +3 13
13 Atalanta 7 4 1 2 10 9 +1 13
14 Inter 7 4 0 3 13 7 +6 12
15 Juventus 7 3 3 1 14 10 +4 12
16 Dortmund 7 3 2 2 19 15 +4 11
17 Galatasaray 7 3 1 3 9 9 0 10
18 Qarabag 7 3 1 3 13 15 -2 10
19 Marseille 7 3 0 4 11 11 0 9
20 Leverkusen 7 2 3 2 10 14 -4 9
21 Mónakó 7 2 3 2 8 14 -6 9
22 PSV 7 2 2 3 15 14 +1 8
23 Athletic 7 2 2 3 7 11 -4 8
24 Olympiakos 7 2 2 3 8 13 -5 8
25 Napoli 7 2 2 3 7 12 -5 8
26 FCK 7 2 2 3 11 17 -6 8
27 Club Brugge 7 2 1 4 12 17 -5 7
28 Bodö/Glimt 7 1 3 3 12 14 -2 6
29 Benfica 7 2 0 5 6 10 -4 6
30 Pafos FC 7 1 3 3 4 10 -6 6
31 St. Gilloise 7 2 0 5 7 17 -10 6
32 Ajax 7 2 0 5 7 19 -12 6
33 Eintracht Frankfurt 7 1 1 5 10 19 -9 4
34 Slavia Prag 7 0 3 4 4 15 -11 3
35 Villarreal 7 0 1 6 5 15 -10 1
36 Kairat 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner
banner
banner