Aston Villa tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar með sigri á Fenerbahce úti í Tyrklandi í kvöld. Liðið er í 3. sæti með 18 stig.
Jadon Sancho kom Aston Villa yfir eftir 25 mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Matty Cash. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Villa.
Jadon Sancho kom Aston Villa yfir eftir 25 mínútna leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Matty Cash. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Villa.
Hann fékk gullið tækifæri til að bæta við öðru markinu undir lok fyrri hálfleiks. Hann fékk nóg pláss inn á teignum en fyrsta snertingin sveik hann og MIlan Skriniar komst fyrir skotið.
Cash var nálægt því að skora eftir klukkutíma leik en skot hans fór í stöngina. Sancho skoraði stuttu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Kerem Akturkoglu skoraði fyrir Fenerbahce þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en markið var dæmt af vegna rangsötðu. Fenerbahce er komið áfram í umspilið en á örlitla möguleika að enda í topp átta.
Það var ótrúleg dramatík í Íslendingaslag þar sem Brann fékk Midtjylland í heimsókn. Elías Rafn Ólafsson var í byrjunarliði MIdtjylland en Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon eru meiddir hjá Frey Alexanderssyni, þjálfara Brann.
Midtjylland var 3-2 yfir þegar Joachim Soltvedt skoraði fyrir Brann úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins og bjargaði stigi fyrir norska liðið. MIdtjylland mætir Dinamo Zagreb í lokaumferðinni en liðið er í góðri stöðu í baráttunni um átta efstu sætin. Brann gulltryggir sætið sitt í umspilinu með góðum úrslitum gegn Sturm Graz í lokaumferðinni.
Það var nóg að gera hjá Elíasi í markinu en hann varði átta skot.
Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á undir lokin þegar Malmö tapaði gegn Rauðu stjörnunni, Arnór Sigurðsson var ónotaður varamaður. Tapið þýðir að liðið er fallið úr leik en Malmö er aðeins með eitt stig.
Lyon er einnig komið áfram í 16-liða úrslitin eftir sigur á Young Boys og Freiburg er líka komið áfram eftir sigur á Maccabi Tel Aviv.
Malmo FF 0 - 1 Crvena Zvezda
0-1 Vasilije Kostov ('16 )
Fenerbahce 0 - 1 Aston Villa
0-1 Jadon Sancho ('25 )
Young Boys 0 - 1 Lyon
0-1 Ainsley Maitland-Niles ('45 )
Feyenoord 3 - 0 Sturm
1-0 Tsuyoshi Watanabe ('5 )
2-0 Anis Hadj Moussa ('69 )
3-0 Goncalo Borges ('90 )
SK Brann 3 - 3 Midtjylland
0-1 Martin Erlic ('4 )
1-1 Noah Holm ('19 )
1-2 Junior Brumado ('31 )
2-2 Emil Kornvig ('68 , víti)
2-3 Martin Erlic ('70 )
3-3 Joachim Soltvedt ('90 , víti)
PAOK 2 - 0 Betis
1-0 Andrija Zivkovic ('67 )
2-0 Georgios Giakoumakis ('86 , víti)
Bologna 2 - 2 Celtic
0-1 Reo Hatate ('6 )
0-2 Auston Trusty ('40 )
1-2 Thijs Dallinga ('58 )
2-2 Jonathan Rowe ('72 )
Rautt spjald: Reo Hatate, Celtic ('34)
Freiburg 1 - 0 Maccabi Tel Aviv
1-0 Igor Matanovic ('82 )
Plzen 1 - 1 Porto
1-0 Lukas Cerv ('6 )
1-0 Samu Aghehowa ('45 , Misnotað víti)
1-1 Deniz Gul ('90 )
Rautt spjald: Matej Vydra, Plzen ('45)
Athugasemdir



