Inter hefur sett sig í samband við umboðsmenn argentínska markvarðarins Emiliano Martínez hjá Aston Villa.
Inter er að skoða markvarðamál sín en Yann Sommer markvörður liðsins er 37 ára.
Inter er að skoða markvarðamál sín en Yann Sommer markvörður liðsins er 37 ára.
Íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Inter hafi áhuga á argentínska heimsmeistaranum.
Martínez er 33 ára og stærsta hindrun Inter gæti verið þegar kemur að launakröfum hans. Martínez er einn launahæsti leikmaður Villa og er samningsbundinn til sumarsins 2029.
.@Inter, primi contatti con il Dibu Martínez: è nella shortlist per il dopo Sommerhttps://t.co/gGWzpBRILO
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) January 20, 2026
Athugasemdir



