Enski leikmaðurinn Ethan Nwaneri er á leið í læknisskoðun hjá franska félaginu Marseille en hann kemur frá Arsenal og mun gera lánssamning út leiktíðina.
Nwaneri er 18 ára gamall vængmaður sem er talinn einn af framtíðarleikmönnum Arsenal en tækifærin hafa verið af skornum skammti enda samkeppnin mikil hjá enska liðinu sem er eitt það besta í heiminum í dag.
Arsenal samþykkti að lána hann til Marseille og samþykkti Nwaneri sömuleiðis að fara þangað, en hann mun fara í læknsskoðun áður en hann skrifar undir lánssamning út tímabilið.
„William Saliba sagði mér að Marseille er eitt af bestu félögum heims. Roberto De Zerbi er líka einn af bestu þjálfurum heims,“ sagði Nwaneri í stuttu viðtali.
Marseille er með gríðarlega sterkt lið og gerir atlögu að því að berjast um franska titilinn í ár. Það er í 16. sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu með 9 stig, en það mætir Liverpool í 7. umferð keppninnar á heimavelli í kvöld.
Franski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir




