David de Gea hefur byrjað fyrstu tvo deildarleikina eftir að hann kom til Fiorentina á bekknum.
De Gea gekk í raðir Fiorentina í sumar eftir að hafa tekið sér frí frá fótbolta í eitt ár. Hann var áður markvörður Manchester United í fjölda ára.
De Gea hefur spilað með Fiorentina í Sambandsdeildinni en hann hefur hingað til verið varamarkvörður í deildinni fyrir Pietro Terracciano.
Þjálfari Fiorentina vill hins vegar ekki meina að Terracciano sé aðalmarkvörður og De Gea varamarkvörður.
„Það er ekki neitt ákveðið núna. Ég vildi sjá þá báða til að skilja betur," sagði Raffaele Palladino, stjóri Fiorentina.
„Ég er ánægður með þá báða. Við tökum stöðuna á næstu dögum."
Athugasemdir