Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   mið 04. janúar 2023 15:01
Elvar Geir Magnússon
De Gea viss um að viðræðurnar við Man Utd endi á jákvæðan hátt
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: EPA
Spænski markvörðurinn David de Gea segist sannfærður um að samningaviðræður sínar við Manchester United muni enda á jákvæðan hátt og hann framlengi feril sinn á Old Trafford.

Dea Gea lék 510. leik sinn fyrir United í sigrinum gegn Bournemouth í gær og átti mjög góðan leik, hann hélt markinu hreinu í fjórða leiknum í röð.

Samningur De Gea rennur út í sumar og hann hefur frá og með nýársdegi mætt ræða við erlend félög.

United vill víst að De Gea samþykki að lækka í launum en hann er núna með 375 þúsund pund í vikulaun.

De Gea er á tólfta tímabili sínu hjá United síðan hann kom frá Atletico fyrir 18,9 milljónir punda árið 2011.

„Ég er mjög rólegur yfir stöðu mála, ég einbeiti mér bara að spila og æfa eins vel og ég get. Ég er viss um að viðræðurnar muni enda á jákvæðan hátt og vonast til þess," segir De Gea.

„Þetta er mitt félag og ég hef verið hér í mörg ár. Það er mikill heiður að vera hérna og ég er gríðarlega ánægður."
Athugasemdir
banner