Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. júlí 2022 18:21
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið FH og Stjörnunnar: Gunnar Nielsen snýr aftur og Óskar Örn byrjar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lokaleikir elleftu umferðar Bestu deildar karla fer fram í kvöld klukkan 19:15. Leikur FH og Stjörnunnar er einn af þeim en þessi lið eru í 9. og 3. sæti deildarinnar. Það mætti segja að í kvöld mætast vonbrigðar og spútnik lið deildarinnar.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

Eiður Smári gerir 4 breytingar á liðinu sem vann ÍR 6-1 í bikarnum á dögunum en það eru þeir Atli Gunnar Guðmundsson, Haraldur Einar Ásgrímsson, Lasse Petry og Oliver Heiðarsson sem koma út úr liðinu og inn í liðið koma Gunnar Nielsen, Ástbjörn Þórðarson, Ólafur Guðmundsson og Logi Hrafn Róbertsson.

Ágús Gylfason gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við KR en það er hann Sindri Þór Ingimarsson sem kemur úr liðinu og í hans stað kemur Óskar Örn Hauksson sem hefur einmitt verið orðaður við FH nýlega.


Byrjunarlið FH:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Freyr Sigurðsson
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
16. Guðmundur Kristjánsson
17. Baldur Logi Guðlaugsson
22. Ástbjörn Þórðarson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Byrjunarlið Stjarnan:
0. Haraldur Björnsson
0. Björn Berg Bryde
4. Óli Valur Ómarsson
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
7. Eggert Aron Guðmundsson
9. Daníel Laxdal
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Daníel Finns Matthíasson
22. Emil Atlason
23. Óskar Örn Hauksson
Athugasemdir
banner
banner
banner