Síðustu leikjum dagsins er lokið í ensku Championship deildinni þar sem Stefán Teitur Þórðarson kom inn af bekknum og lagði upp mark í sigri Preston North End.
Preston heimsótti Southampton og leiddi með marki frá Lewis Dobbin. Stefán Teitur kom inn á 80. mínútu og hjálpaði við að innsigla sigurinn með stoðsendingu eftir skyndisókn í uppbótartíma.
Stefán átti gott samspil við Mads Frökjær-Jensen sem skoraði úr góðu færi innan vítateigs eftir að hafa rakið boltann upp stærsta hluta vallarins.
Sjáðu markið
Preston er með 22 stig eftir 13 umferðir og situr í umspilssæti sem stendur. Stefán hefur ekki verið að fá mikinn spiltíma upp á síðkastið en það er ekki hægt að segja að hann hafi ekki nýtt tækifærið sem hann fékk í dag. Það gæti reynst mjög mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að Stefán fái fleiri mínútur í lappirnar fyrir landsleikjahlé.
Carlton Morris setti þá þrennu er Derby County sigraði Sheffield United í Sheffield á meðan Birmingham City rúllaði yfir Portsmouth 4-0.
Willum Þór Willumsson var ekki með Birmingham vegna meiðsla og var Alfons Sampsted ekki í hóp.
Divin Mubamba setti þrennu í stórsigri Stoke City á meðan Watford og Ipswich Town nældu sér líka í þægileg þrjú stig.
Stoke er í þriðja sæti eftir sigurinn, með 24 stig. Alveg eins og Millwall sem gerði jafntefli við Oxford í dag.
Southampton 0 - 2 Preston NE
0-1 Lewis Dobbin ('38 )
0-2 Mads Frokjaer-Jensen ('90 )
Sheffield Utd 1 - 3 Derby County
0-1 Carlton Morris ('24 )
0-2 Carlton Morris ('46 )
0-3 Carlton Morris ('63 , víti)
1-3 Callum O'Hare ('73 )
Oxford United 2 - 2 Millwall
0-1 Thierno Ballo ('11 )
1-1 Cameron Brannagan ('45 )
1-2 Jake Cooper ('66 )
2-2 Przemyslaw Placheta ('90 )
Birmingham 4 - 0 Portsmouth
0-0 Jay Stansfield ('6 , Misnotað víti)
1-0 Paik Seung-Ho ('9 )
2-0 Tomoki Iwata ('56 )
3-0 Christoph Klarer ('61 )
4-0 Keshi Anderson ('88 )
Watford 3 - 0 Middlesbrough
1-0 Imran Louza ('15 )
2-0 Luca Kjerrumgaard ('32 )
3-0 Luca Kjerrumgaard ('49 )
Charlton Athletic 1 - 1 Swansea
1-0 Charlie Kelman ('46 )
1-1 Adam Idah ('64 )
Stoke City 5 - 1 Bristol City
1-0 Divin Mubama ('4 )
2-0 Divin Mubama ('22 )
3-0 Million Manhoef ('25 )
4-0 Junior Tchamadeu ('47 )
5-0 Divin Mubama ('67 )
5-1 Mark Sykes ('82 )
QPR 1 - 4 Ipswich Town
0-1 George Hirst ('2 )
1-1 Rumarn Burrell ('21 )
1-2 Marcelino Nunez ('47 )
1-3 George Hirst ('57 )
1-4 Marcelino Nunez ('64 )
Athugasemdir




