Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Andri Lucas: Hefði viljað skora þrennu
Mynd: Blackburn Rovers
Andri Lucas Guðjohnsen var maður leiksins er Blackburn lagði Leicester City að velli í Championship deildinni í dag.

Andri skoraði bæði mörkin í 0-2 sigri gegn sterkum andstæðingum og hjálpar Blackburn upp úr fallsæti. Þetta var annar sigur liðsins í röð og eru Andri og félagar með 13 stig eftir 12 umferðir. Andri réði úrslitum í báðum sigurleikjunum.

„Ég hefði viljað skora þrennu," sagði Andri Lucas í viðtali við Sky Sports að leikslokum, eins og kemur fram á Íslendingavaktinni.

„Við getum verið ánægðir með þessi tvö mörk og að hafa haldið markinu hreinu. Þetta var frábær leikur hjá öllu liðinu, við sýndum mikla baráttu og ákefð og héldum einbeitingu fram að síðustu mínútu. Virkilega góður leikur fyrir okkur."

   01.11.2025 14:28
Championship: Andri Lucas sjóðandi heitur



Athugasemdir
banner
banner