Alexandra skoraði í þriðja tapinu í röð
Alexandra Jóhannsdóttir var á skotskónum í þriðja tapi Kristianstad í sænsku deildinni í röð.
Kristianstad féekk Djurgarden í heimsókn en gestirnir voru með 4-0 forystu í hálfleik. Alexandra skoraði fyrra mark Kristianstad í 4-2 tapi. Alexandra spilaði allan leikinn en Elísa Lana Sigurjónsdóttir var tekin af velli á 70. mínútu.
Kristianstad féekk Djurgarden í heimsókn en gestirnir voru með 4-0 forystu í hálfleik. Alexandra skoraði fyrra mark Kristianstad í 4-2 tapi. Alexandra spilaði allan leikinn en Elísa Lana Sigurjónsdóttir var tekin af velli á 70. mínútu.
Kristianstad er í 6. sæti meeð 37 stig eftir 24 umferðir.
Diljá Ýr Zomers sat á bekknum þegar Brann lagði Rosenborg 2-1 í norsku deildinni. Þessi sigur þýðir að Brann hefur tryggt sér titilinn þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið er með tíu stiga forystu á Valerenga.
Diljá kom til Brann í sumar eftir að hafa orðið belgískur meistari með OH Leuven í vor.
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern seem vann Essen 4-1 í þýsku deildinni. Bayern er á toppnum með 22 stig eftir átta umferðir.
Athugasemdir



