Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 17:14
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Leipzig lagði Stuttgart - Fyrsti sigur Gladbach
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
RB Leipzig og Stuttgart áttust við í áhugaverðum toppbaráttuslag í þýska boltanum í dag þar sem heimamenn voru sterkari aðilinn í opnum og skemmtilegum slag.

Leipzig tók forystuna með sjálfsmarki undir lok fyrri hálfleiks eftir frábæra takta hjá Yan Diomande á hægri kantinum. Diomande tvöfaldaði svo forystuna eftir laglegt einstaklingsframtak í upphafi síðari hálfleiks.

Tiago Tomás minnkaði muninn þegar hann slapp í gegnum háa varnarlínu Leipzig eftir langa sendingu úr vörninni og var mikil spenna á síðustu 25 mínútum venjulegs leiktíma, þar til Romulo innsiglaði sigur heimamanna í uppbótartíma eftir skelfileg mistök hjá Alexander Nübel markverði Stuttgart. Nubel missti boltann þegar hann ætlaði að leika á Romulo í öftustu víglínu og skoraði Brassinn í autt mark.

Leipzig stóð því uppi sem sigurvegari 3-1 og er í öðru sæti, með 22 stig eftir 9 umferðir. Liðið er tveimur stigum á eftir toppliði FC Bayern sem á leik til góða gegn Bayer Leverkusen í dag. Stuttgart er í fjórða sæti með 18 stig.

Borussia Mönchengladbach vann þá sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið heimsótti St. Pauli í fallbaráttunni. Gladbach gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í þægilegum sigri, þar sem Haris Tabakovic var atkvæðamestur með tvennu.

Botnlið Heidenheim náði þá jafntefli á heimavelli gegn Eintracht Frankfurt á meðan Mainz, sem er jafnt Heidenheim á stigum á botninum, náði í stig gegn Werder Bremen.

Botnliðin náðu forystunni í heimaleikjum sínum en tókst ekki að halda út, svo lokatölur urðu 1-1.

RB Leipzig 3 - 1 Stuttgart
1-0 Jeff Chabot ('45 , sjálfsmark)
2-0 Yan Diomande ('53 )
2-1 Tiago Tomas ('65 )
3-1 Romulo ('91 )

Mainz 1 - 1 Werder Bremen
1-0 Silvan Widmer ('36 )
1-1 Jens Stage ('86 )

Union Berlin 0 - 0 Freiburg

Heidenheim 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Budu Zivzivadze ('32 )
1-1 Rasmus Kristensen ('55 )

St. Pauli 0 - 4 Mönchengladbach
0-1 Haris Tabakovic ('15 )
0-2 Haris Tabakovic ('40 )
0-3 Shuto Machino ('75 )
0-4 Oscar Fraulo ('80 )
Athugasemdir
banner