Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
banner
   lau 01. nóvember 2025 17:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Nenad og Arnar áfram með Ægi (Staðfest)
Lengjudeildin
Nenad Zivanovic
Nenad Zivanovic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis, og Arnar Logi Sveinsson, aðstoðarþjálfari, hafa skrifað undir nýjan eins árs samning við Ægi ásamt Ivaylo Yanachkov, markmannsþjálfara liðsins.

Nenad tók við liðinu í 4. deild árið 2019. Liðið fór upp um þrjár deildir og hann stýrði liðinu í Lengjudeildinni árið 2023. Liðið hefur spilað í2. deild síðustu tvö ár og liðið tryggði sér sigur í deildinni í sumar og spilar því aftur í Lengjudeildinni næsta sumar.

Nenad var orðaður við Njarðvík en nú er orðið ljóst að hann verður áfram með Ægi.

„Félagið hefur fulla trú á að vel takist til þó verkefnið verðið erfitt og við erum afar spennt fyrir framhaldinu. Við óskum þeim félögum Nenad, Arnari Loga og Choki til hamingju með samningana og hlökkum til áframhaldandi samstarfs," segir í tilkynningu frá Ægi.


Athugasemdir
banner