Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   sun 04. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu magnaða björgun Martínez í gær
Mynd: EPA
Argentínski markvörðurinn Emiliano Martínez átti magnaða markvörslu undir lok leiks í 2-1 sigrinum á Ástralíu í 16-liða úrslitum HM í gær en hann sá til þess að liðið færi áfram.

Lionel Messi og Julian Alvarez komu Argentínu í 2-0 áður en ástralska liðið minnkaði muninn með markið frá Craig Goodwin. Boltinn breytti um stefnu eftir að hafa farið af Enzo Fernandez og í hægra hornið.

Argentína gat gert endanlega út um leikinn í uppbótartíma með nokkrum góðum færum en boltinn vildi ekki inn.

Undir lok leiksins fékk ástralska liðið fullkomið tækifæri til að jafna en boltinn kom fyrir markið og á hinn 18 ára gamla Garang Kuol en Martínez gerði sig breiðan og varði skotið áður en leikurinn var flautaður af stuttu síðar.

Vörsluna má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner