Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 09. desember 2019 17:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Ágúst og Jónatan til reynslu hjá IF Elfsborg
Ágúst var valinn efnilegasti leikmaður Víkings seinasta tímabil
Ágúst var valinn efnilegasti leikmaður Víkings seinasta tímabil
Mynd: Víkingur R.
Jónatan í leik gegn KR í Kaplakrika í sumar
Jónatan í leik gegn KR í Kaplakrika í sumar
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ágúst Eðvald Hlynsson leikmaður Víking R. (2000) og Jónatan Ingi Jónsson leikmaður FH (1999) eru á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Elfsborg þessa dagana.

Þetta herma áreiðanlegar heimildir Fótbolta.net

Eflsborg fylgdust vel með piltunum tveim í sumar og hafa þeir ákveðið að boða þá til reynslu til að fylgjast enn betur með þeim.

Strákarnir komu í gær (sunnudag) og verða til æfinga hjá Elfsborg fram á laugardag.

Jónatan á 35 leiki í efstu deild fyrir FH og hefur skorað í þeim leikjum þrjú mörk og Ágúst á 25 leiki í efstu deild fyrir Breiðablik og Víking Reykjavík og hefur skorað fjögur mörk. Þeir eru einnig samherjar í U-21 ára landsliði Íslands.

Ágúst hefur spilað fyrir öll yngri landslið Íslands og á 26 leiki fyrir Ísland og hefur skorað fjögur mörk. Jónatan hefur einnig leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, hann á 25 leiki og hefur skorað sex mörk.

Jónatan og Ágúst eiga það sameiginlegt að hafa verið hjá erlendum liðum áður.

Jónatan var í þrjú ár hjá hollenska liðinu AZ Alkmar en hann kom aftur heim til FH vorið 2018.

Ágúst var í rúmt ár hjá Norwich í Englandi og rúm tvö ár hjá Bröndby IF í Danmörku. Ágúst sneri aftur til Íslands og gekk til liðs við Víking Reykjavík vorið 2019.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner