Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   sun 11. ágúst 2019 18:47
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kri: Voru að bíða eftir að aðrir myndu redda þeirra eigin skinni
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég vil óska HK til hamingju með frábæran leik. Þetta var fyllilega verðskuldað," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-1 tap liðsins gegn HK í Kórnum í kvöld.

Upphafskafli leiksins var ótrúlegur en HK var 3-0 yfir eftir einungis tuttugu mínútur.

Lestu um leikinn: HK 4 -  1 KR

„Það var erfitt að fá þessi mörk í andlitið. Að sama skapi sér maður að það voru leikmenn í liðinu á hælunum sem voru að bíða eftir að aðrir myndu redda þeirra eigin skinni í staðinn fyrir að vinna sína vinnu. Svona leikir koma. Sem betur fer gerist það ekki oft hjá okkur en það varð okkur illilega að falli í þetta sinn."

KR er ennþá með sjö stiga forskot á toppnum en þetta var fyrsta deildartap liðsins síðan 16. maí.

„VIð fengum skell. Stundum er betra að tapa almennilega 4-1 heldur en að tapa með einu marki og vera hundfúll að leita að afsökunum. Við þurfum að girða okkur í brók og lyfta okkur aðeins upp aftur. Við þurfum að taka það góða sem við höfum gert á þessu ári. Við erum með gott lið og góða stöðu í deildinni og núna þurfum við að horfa fram á veginn og stefna á að komast í úrslit í bikarnum."

Hér að ofan má sjá viðtalið við Rúnar í heild sinni en þar tjáir hann sig meðal annars um taktík KR, meiðsli Arnþórs Inga Kristinssonar og um bikarleikinn sem er framundan gegn FH.
Athugasemdir
banner
banner