Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. maí 2020 13:56
Elvar Geir Magnússon
Ruddock rauk út í beinni útsendingu og skildi Merson eftir í tárum
Úr sjónvarpsþættinum.
Úr sjónvarpsþættinum.
Mynd: Skjáskot
Neil Ruddock, fyrrum varnarmaður Liverpool og Tottenham, rauk út í beinni útsendingu eftir að Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, hafði rætt um drykkjuvandamál hans.

Merson hefur sjálfur opnað sig um sín drykkjuvandamál og reyndi að hjálpa sínum gamla félaga.

Merson sagði að með áframhaldandi drykkju væri Ruddock að 'drepa sjálfan sig'.

Ruddock brást vægast sagt illa við orðum Merson en þeir voru í spjalli í sjónvarpsþættinum 'Harry's Heroes' á ITV. Hann hótaði að berja Merson og rauk svo á dyr.

Ruddock var að fá sér bjór og skot þegar Merson sagði að hann hefði enga stjórn á drykkju sinni.

Merson táraðist og sagði eftir viðtalið að hann hafi bara verið að reyna hjálpa góðum félaga. Þegar Ruddock róaðist sagði hann að orð Merson hefði sært sig.

Neil Ruddock kom hingað til lands á vegum Liverpool klúbbsins árið 2010 og mætti þá í viðtal í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.
Athugasemdir
banner
banner
banner