Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 10:05
Elvar Geir Magnússon
Neyðarfundur hjá Svíum - Lagerback útilokar að taka við
Lagerback útilokar að taka aftur við sænska landsliðinu.
Lagerback útilokar að taka aftur við sænska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jon Dahl Tomasson.
Jon Dahl Tomasson.
Mynd: EPA
Stjórn sænska fótboltasambandsins hefur gripið til neyðarfundar sem haldinn verður í dag en þar verður framtíð landsliðsþjálfarans Jon Dahl Tomasson til umræðu.

Svíþjóð tapaði 0-1 fyrir Kósovó í gær og var það þriðja tap liðsins í röð. Liðið hefur ekki skorað mark í þessum þremur leikjum.

Svíar eru aðeins með eitt stig eftir fjórar umferðir og er það þeim mikið áfall. Tomasson tók við leikmannahópi sem er ákveðin gullkynslóð hjá Svíum og inniheldur leikmenn hjá öflugum félögum.

Baulað var á Tomasson í gær og borðar í stúkunni þar sem kallað var eftir þjálfaraskiptum.

Svíar eru þegar farnir í þann samkvæmisleik að velta því fyrir sér hver gæti tekið við. Hinn 77 ára gamli Lars Lagerback, fyrrum þjálfari Svíþjóðar og Íslands, er einn af þeim sem hefur verið nefndur.

Hvað myndi ég Lagerback segja ef hann fengi símtalið?

„Ég myndi segja nei, ég get fullyrt það með nokkurri vissu þó ég sé ekki duglegur að loka dyrum. Það er ljóst að ég tek ekki aftur við sænska liðinu. Þegar maður lítur stundum í spegil gerir maður sér grein fyrir því að maður er orðinn gamall," sagði Lagerback og brosti.

„Við erum með eitt stig eftir fjórar umferðir svo við verðum aðeins að staldra við og skoða stöðuna í ró og næði," sagði Kim Kallström, yfimaður fótboltamála hjá sænska sambandinu, við fréttamenn í gær. Samkvæmt heimildum Aftonbladet vill meirihluti þeirra sem sitja í stjórn sænska sambandsins láta reka Tomasson samstundis.
Athugasemdir
banner