Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 07:15
Elvar Geir Magnússon
Yrði sá fyrsti sem Svíar reka í miðri keppni
Meirihluti stjórnar sænska sambandsins er sagður vilja láta Tomasson fara.
Meirihluti stjórnar sænska sambandsins er sagður vilja láta Tomasson fara.
Mynd: EPA
Margt bendir til þess að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía, verði rekinn í þessari viku. Svíþjóð tapaði 0-1 fyrir Kósovó í gær og var það þriðja tap liðsins í röð.

„Við erum með eitt stig eftir fjórar umferðir svo við verðum aðeins að staldra við og skoða stöðuna í ró og næði," sagði Kim Kallström, yfimaður fótboltamála hjá sænska sambandinu, við fréttamenn í gær.

Samkvæmt heimildum Aftonbladet vill meirihluti þeirra sem sitja í stjórn sænska sambandsins láta reka þann danska samstundis. Tomasson hefur íslenskar tengingar en langafi hans var íslenskur.

Ef Tomasson verður rekinn þá verður hann fyrsti þjálfarinn sem Svíar láta fara í miðri undankeppni. Áður höfðu Olle Nordin og Erik Hamren verið látnir fara, 1990 og 2016, þegar samningar þeirra voru ekki endurnýjaðir.
Athugasemdir