Margt bendir til þess að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía, verði rekinn í þessari viku. Svíþjóð tapaði 0-1 fyrir Kósovó í gær og var það þriðja tap liðsins í röð.
„Við erum með eitt stig eftir fjórar umferðir svo við verðum aðeins að staldra við og skoða stöðuna í ró og næði," sagði Kim Kallström, yfimaður fótboltamála hjá sænska sambandinu, við fréttamenn í gær.
Samkvæmt heimildum Aftonbladet vill meirihluti þeirra sem sitja í stjórn sænska sambandsins láta reka þann danska samstundis. Tomasson hefur íslenskar tengingar en langafi hans var íslenskur.
„Við erum með eitt stig eftir fjórar umferðir svo við verðum aðeins að staldra við og skoða stöðuna í ró og næði," sagði Kim Kallström, yfimaður fótboltamála hjá sænska sambandinu, við fréttamenn í gær.
Samkvæmt heimildum Aftonbladet vill meirihluti þeirra sem sitja í stjórn sænska sambandsins láta reka þann danska samstundis. Tomasson hefur íslenskar tengingar en langafi hans var íslenskur.
Ef Tomasson verður rekinn þá verður hann fyrsti þjálfarinn sem Svíar láta fara í miðri undankeppni. Áður höfðu Olle Nordin og Erik Hamren verið látnir fara, 1990 og 2016, þegar samningar þeirra voru ekki endurnýjaðir.
Athugasemdir