Það er krísa hjá sænska landsliðinu eftir enn eitt tapið í undankeppni HM í gær.
Liðið tapaði þriðja leiknum í röð og öðrum leiknum gegn Kósovó en Svíþjóð er á botni B-riðils með eitt stig eftir fjórar umferðir.
Liðið tapaði þriðja leiknum í röð og öðrum leiknum gegn Kósovó en Svíþjóð er á botni B-riðils með eitt stig eftir fjórar umferðir.
Anthony Elanga, leikmaður Nottingham Forest, byrjaði á bekknum en kom inn á sem varamaður í hálfleik. Sænski miðillinn Radiosporten segir að Elanga hafi missti stjórn á skapi sínu eftir leikinn en hann átti að hafa sagt „Verðum að hætta með þetta helvítis kerfi."
Hann var rólegri þegar hann mætti í viðtal eftir leikinn og var spurður út í uppstillinguna en Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía, stillti upp í 3-5-2.
„Þegar maður er inni á vellinum sem knattspyrnumaður getur það litið öðruvísi út. Við inni á vellinum verðum að taka ábyrgð og því miður virkaði það ekki í dag," sagði Elanga.
Athugasemdir