Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 14. nóvember 2022 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það eigi að reka Ronaldo - „Borga honum 600 þúsund pund á viku"
Á leið á HM.
Á leið á HM.
Mynd: EPA
„Hann mun aldrei koma aftur til Manchester United," segir Jamie O'Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, um stærsta mál dagsins á Talksport.

Cristiano Ronaldo fór í viðtal við umdeilda fjölmiðlamanninn Piers Morgan sem verður birt síðar í vikunni. Nú þegar hafa nokkrir bútar birst úr viðtalinu.

Bútarnir úr viðtalinu fóru að birtast stuttu eftir dramatískan sigur Man Utd á Fulham. Í staðinn fyrir að athyglin beinist að hinu 18 ára gamla Alejandro Garnacho, sem gerði sigurmarkið í leiknum, þá beinnist hún að þessu viðtali við Ronaldo.

Í viðtalinu talar hann illa um Man Utd, stjórann Erik ten Hag og goðsögnina Wayne Rooney.

„Hann veit alveg hvað hann er að gera. Það er HM á næsta leyti og hann er fjarri félaginu í mánuð. Hann veit hvenær viðtalið birtist. Það á að reka hann fyrir þetta. Hann er að fara gegn samningi sínum og þetta gæti mögulega farið fyrir dómstóla."

„Félagið er að borga honum 600 þúsund pund á viku og svo kemur hann og talar svona um félagið."

„Ronaldo telur sig vera stærri en félagið en það er enginn stærri en Manchester United sem er stærsta félag í heimi ásamt Barcelona og Real Madrid."

Framundan er HM-pása og svo fer enski boltinn aftur af stað í lok desember. Gera má ráð fyrir því að Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður sögunnar, muni yfirgefa félagið í janúar, eða þá að samningi hans verði bara rift. Ronaldo, sem er á niðurleið á sínum ferli enda orðinn 37 ára, hlýtur að vera búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner