lau 16. júní 2018 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helgi Kolviðs: Alfreð er í banastuði
Icelandair
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við töldum að það væri best að byrja svona," sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtali við RÚV um byrjunarlið Íslands í fyrsta leik liðsins á HM í Rússlandi gegn Argentínu.

Aron Einar Gunnarsson byrjar á miðjunni og Alfreð Finnbogason er okkar fremsti maður í 4-4-1-1 kerfi.

Sjá einnig:
Byrjunarlið Íslands: Alfreð og Aron byrja

„Við erum búnir að skoða mikið og fara vel í gegnum Argentínu. Pressan er á Argentínu, við búumst við því að þeir seti okkur undir mikla pressu og standa frekar hátt þannig að það gætu skapast svæði bak við vörnina sem við ætlum að nýta okkur."

„Alfreð er í banastuði, hann hefur sýnt það í Bundesligunni og með okkur. Hann er klókur að finna þessar leiðir með Gylfa þar fyrir aftan," sagði Helgi.

„Við ætlum að byrja leikinn þannig og sjá við hvernig hlutirnir þróast. Við erum með fullt magasin á bekknum."

Aðspurður um tilfinninguna fyrir leiknum sagði Helgi: „Það er tilhlökkun. Þetta er búið að vera æðislegt, langur undirbúningur og nú er komið að þessu. Að vera hluti af þessu er eitthvað það stærsta sem maður getur ímyndað sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner