mán 17. maí 2021 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikar kvenna: Grindavík, FH og Völsungur síðust áfram
Grindavík skoraði sex.
Grindavík skoraði sex.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erna Guðrún gerði sigurmark FH.
Erna Guðrún gerði sigurmark FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur vann í framlengdum leik.
Völsungur vann í framlengdum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun verður dregið í 16-liða úrslitin í Mjólkurbikar kvenna. Síðustu leikirnir í þriðju umferð bikarsins fóru fram í kvöld.

Grindavík vann mjög sannfærandi sigur á Álftanesi þar sem staðan var 0-3 í hálfleik og leikurinn í raun búinn. Grindavík bætti svo við þremur mörkum til viðbótar í seinni hálfleiknum og lokatölur 0-6 fyrir Grindavík.

FH vann þá 1-0 sigur á Víkingi í Lengjudeildarslag. Erna Guðrún Magnúsdóttir skoraði eina mark leiksins þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þá vann Völsungur 2-3 sigur á Hömrunum í framlengdum leik. Völsungur jafnaði metin undir lokin í venjulegum leiktíma og skoraði svo sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni.

Álftanes 0 - 6 Grindavík
0-1 Unnur Stefánsdóttir ('27)
0-2 Una Rós Unnarsdóttir ('40)
0-3 Írena Björk Gestsdóttir ('42)
0-4 Guðrún Bentína Frímannsdóttir ('48)
0-5 Una Rós Unnarsdóttir ('85, víti)
0-6 Júlía Björk Jóhannesdóttir ('92)

FH 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Erna Guðrún Magnúsdóttir ('85)

Hamrarnir 2 - 3 Völsungur
0-1 Sjálfsmark
1-1 Esther Helga Þóroddsdóttir
2-1 Hafrún Mist Guðmundsdóttir
2-2 Krista Eik Harðardóttir
2-3 Marta Sóley Sigmarsdóttir

Mjólkurbikar kvenna (16-liða úrslit)

Pepsi Max deild

Breiðablik
Valur
Selfoss
Fylkir
Stjarnan
Keflavík
Tindastóll
Þróttur R.
Þór/KA
ÍBV

Lengjudeild

KR
Afturelding
FH
Grindavík

2. deild kvenna

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F.
Völsungur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner