banner
   þri 17. maí 2022 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjólkurbikar kvenna: Bikarmeistararnir fara austur og Íslandsmeistararnir norður
Bikarmeistararnir fara austur!
Bikarmeistararnir fara austur!
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Dregið var í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í dag, þriðjudag.

Drátturinn hófst rúmleg 12:00 og fór hann fram í höfuðstöðvum KSÍ. Fylgst var með drættinum hér á Fótbolta.net.

16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 27.-29. maí, en liðin í Bestu deild kvenna koma nú inn í keppnina ásamt þeim sex félögum sem unnu sína leiki í 2. umferð.

Tvær Bestu deildar viðureignir fara fram. Annars vegar í Keflavík þar sem ÍBV kemur í heimsókn og hins vegar á Selfossi þar sem Afturelding kemur í heimsókn.

Íslandsmeistarar Vals fara norður á Sauðárkrók og mæta þar Tindastóli og bikarmeistarar Breiðabliks vara austur og mæta þar sameiginlegu liði Fjarðabyggð/Hattar/Leiknis.

ÍA, sem er í 2. deild, mætir KR á heimavelli.

16-liða úrslitin
Tindastóll - Valur
Selfoss - Afturelding
ÍH/FH - Stjarnan
Þór/KA - Augnablik/Haukar
ÍA - KR
Þróttur R. - Víkingur R.
Keflavík - ÍBV
Fjarðab./Höttur/Leiknir - Breiðablik

Tveir leikir eru eftir í 2. umferð og fara þeir báðir fram á þriðjudag. ÍH og FH mætast annars vegar og Augnablik og Haukar hins vegar.


12:19
Þá er þessu lokið í dag. Takk fyrir samfylgdina!

Eyða Breyta
12:19
Fjarðab./Höttur/Leiknir - Breiðablik

Bikarmeistararnir fara austur!

Eyða Breyta
12:18
Keflavík - ÍBV

Bestu deildar slagur í Keflavík!

Eyða Breyta
12:17
Þróttur R. - Víkingur R.

Reykjavíkurslagur í Laugardal!

Eyða Breyta
12:17
ÍA - KR

ÍA fær heimaleik gegn KR.

Eyða Breyta
12:16
Þór/KA - Augnablik/Haukar

Þór/KA fær heimaleik. Augnablik mætir Haukum í kvöld í forkeppninni.

Eyða Breyta
12:15
ÍH/FH - Stjarnan

Stjarnan fer í Hafnarfjörðinn. ÍH og FH mætast í forkeppninni í kvöld.

Eyða Breyta
12:14
Selfoss - Afturelding
Selfoss fær heimaleik gegn Aftureldingu. Bestu deildar slagur!

Eyða Breyta
12:14
Tindastóll - Valur
Tindastóll er fyrsta liðið upp úr pottinum. Liðið mætir Íslandsmeisturum Vals á heimavelli!

Eyða Breyta
12:11
Þetta er að hefjast - drátturinn er opinn. Fulltrúi liðanna sem fá heimaleik draga andstæðing á móti sér.

Ásta María Reynisdóttir, bikarmeistari með Breiðabliki árið 1981 og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sjá um að draga fyrra liðið í hverri viðureign.

Eyða Breyta
11:40
Liðin í pottinum:

Besta deild kvenna
Valur, Breiðablik, Selfoss, Þróttur R., Stjarnan, Þór/KA, Keflavík, ÍBV, KR og Afturelding

Lengjudeild kvenna
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F., Tindastóll, Víkingur R., *FH, *Augnablik, *Haukar

2. deild kvenna
ÍA, *ÍH

Tveir leikir eru eftir í 2. umferð og fara þeir báðir fram í kvöld. ÍH og FH mætast annars vegar og Augnablik og Haukar hins vegar.

*Stjörnumerkt lið eiga enn eftir sinn leik í 2. umferð.

Eyða Breyta
11:39
Fótbolti.net verður í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem dregið verður í 16-liða úrslitin.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner