Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Messi skoraði og lagði upp - Dagur Dan lék allan leikinn
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lionel Messi byrjaði á bekknum er Inter Miami tók á móti Los Angeles Galaxy í MLS deildinni í nótt.

Inter var talsvert sterkara liðið og leiddi 1-0 í leikhlé eftir að Jordi Alba tók forystuna á 43. mínútu, eftir stoðsendingu frá Sergio Busquets.

Messi kom inn af bekknum í leikhlénu ásamt samlanda sínum Rodrigo De Paul og héldu yfirburðir Inter áfram í síðari hálfleik. Þrátt fyrir yfirburði heimamanna tókst gestunum frá Los Angeles að jafna metin með marki frá Joseph Paintsil.

Það gerði lítið til því Inter skipti um gír á lokakaflanum. Messi tók forystuna á 84. mínútu eftir undirbúning frá De Paul og lagði svo upp fyrir Luis Suárez á 89. mínútu eftir gott samspil við De Paul til að innsigla 3-1 sigur.

Inter er að eiga gott tímabil og er með 45 stig eftir 24 umferðir. Los Angeles er að eiga mikið hörmungartímabil og er aðeins búið að safna 16 stigum úr 26 leikjum.

Dagur Dan Þórhallsson lék þá allan leikinn í 3-1 sigri Orlando City gegn Sporting Kansas.

Dagur stóð sig vel í hægri bakverði og hjálpaði Orlando að komast upp í 47 stig á deildartímabilinu. Liðið er ásamt Inter í toppbaráttunni og eru bæði lið svo gott sem örugg með að komast í úrslitakeppni deildarinnar.

Inter Miami 3 - 1 Los Angeles Galaxy
1-0 Jordi Alba ('43)
1-1 Joseph Paintsil ('59)
2-1 Lionel Messi ('84)
3-1 Luis Suarez ('89)

Orlando City 3 - 1 Sporting Kansas City
1-0 T. Spicer ('2)
1-1 D. Joveljic ('25)
2-1 R. Enrique ('76)
3-1 N. Rodriguez ('83)
Athugasemdir
banner